Skilmálann staðfestir kaupandi með staðfestingu á kaupum.

Seljandi er Sitjandi ehf., kt. 560414-2260 Vsk.nr. 117315, Byggakur 22, 210 Garðabær. Kaupandi er sá aðili sem skráður er kaupandi á reikningi. Kaupandi verður að vera orðinn að minnsta kosti 16 ára til að versla á www.willamia.is.

Skilmálar þessir gilda um viðskipti seljanda og kaupanda svo og um notkun á vefversluninni, willamia.is. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur seljanda annarsvegar og kaupanda hinsvegar. Til þess að tryggja rétt bæði kaupanda sem og seljanda höfum við að leiðarljósi lög um réttindi, persónuvernd og rafræn viðskipti (lög nr. 77/2000, nr. 30/2002 og nr. 48/2003).

Almennt

Allar upplýsingar á vefnum eru með fyrirvara um prentvillur, verðbreytingar og birgðastöðu. Ef fram kemur fleiri en ein vara á mynd telst söluvara sú sem fram kemur í vöruheiti eða lýsingu. Willamia áskilur sér rétt til að aflýsa í heild eða að hluta til pöntun kaupanda ef varan er uppseld.

Verð

Öll verð í netversluninni geta breyst án fyrirvara. Það verð gildir sem kemur á pöntunarstaðfestingu kaupanda hverju sinni. Heildarkostnaður við kaup á vöru er tekinn fram áður en kaupandi staðfestir pöntun. Hann inniheldur allan kostnað við pöntun s.s. þjónustu, sendingargjad og fl. Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

Pöntun vöru

Þegar kaupandi hefur staðfest pöntun á vefsvæði willamia.is telst hún bindandi milli aðila. Kaupandi fær pöntunarstaðfestingu senda á netfang sem gefið var upp við pöntun. Kaupandi er hvattur til þess að kanna sérstaklega hvort að pöntunarstaðfesting hafi borist frá seljanda og hvort hún sé í samræmi við pöntun hans.

Greiðsla

Mögulegt er að greiða fyrir vörukaup með kortum (Mastercard og Visa), millifærslu, Pei greiðsluþjónustu eða Netgíró. Kortagreiðslur fara fram í gegnum örugga afgreiðslu Valitor ehf. Ef greiðsla berst ekki, áskilur seljandi sér rétt til að aflýsa pöntuninni.

Varan er eign seljanda þar til kaupverð er að fullu greitt. Reikingsviðskipti eða önnur lánaform afnema ekki eignarrétt seljanda fyrr en full greiðsla hefur borist seljanda.

Afhending vöru

Í boði er að sækja vörurnar í verslun okkar á Garðatorgi 4a, en verða annars sendar með pósti ef ekki koma fyrirmæli um annað. Ef vara er ekki sótt innan 30 daga áskilur seljandi sér rétt til þess að selja vöruna.

Sé varan að fara í póstsendingu leitast seljandi við að afhenda vöruna 1-4 daga frá því að pöntun berst. Kaupandi fær tölvupóst eða sms þegar varan hefur verið send af stað.

Pöntun er send á viðkomandi kaupanda með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Sendingakostnaður er skv. gjaldskrá Íslandspósts. Sé varan ekki til á lager mun starfsmaður Willamia hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma.

Ef keypt er fyrir meira en 15.000kr af smávöru/gjafavöru er hægt að fá pöntunina senda ókeypis heim með Íslandspósti. Athugið, ókeypis heimsending gildir ekki á húsgögn og lampa, þá er sendingakostnaður samningsatriði.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Hafi kaupandi keypt vöruna í gegnum willamia.is hefur kaupandi 14 daga til að hætta við kaup á vöru. Neytandi er ábyrgur fyrir þeirri rýrnun á verðgildi vöru sem stafar af meðferð vörunnar annarrar en þeirrar sem nauðsynleg er til að staðfesta eiginleika, einkenni og virkni hennar sbr. 4. mgr. 22.*. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhend skráðum móttakanda. Óski viðskiptavinur eftir að skila vöru skal hann tilkynna um ákvörðun sína um að falla frá samningi með ótvíræðri yfirlýsingu þar um innan 14 daga frestsins. Skal viðskiptavinur senda tölvuskeyti á netverslun@willamia.is eða senda í póstskeyti staðlað uppsagnareyðublað sem finna má á vef Neytendastofu www.neytendastofa.is en þar er jafnframt hægt að finna frekari upplýsingar um skilarétt. Sitjandi ehf sendir viðskiptavin kvittun fyrir móttöku uppsagnarinnar og endirgreiðir vöruna við fyrsta tækifæri en aðeins ef kvittun fyrir kaupunum fylgir með. Upphæð endurgreiðslu skal vera sú sem kemur fram á pöntunarstaðfestingu þó eru flutnings- og póstburðargjöld ekki endurgreidd. Kaupandi greiðir sjálfur flutningskostnað fyrir vörur sem er skipt/skilað. Ekki er tekið við skilavöru séu þær sendar með póstkröfu.

*Hvað varðar rýrnun á verðgili vöru gildir 4.mgr.22.gr. laga nr. 16/2016 í Neytendalögum: “Neytandi skal vera ábyrgur fyrir rýrnun á verðgildi vöru sem stafar af meðferð vörunnar, annarrar en þeirrar sem nauðsynleg er til að staðfesta eiginleika, einkenni og virkni hennar. Neytandi skal ekki undir neinum kringumstæðum vera ábyrgur fyrir rýrnun á verðgildi vöru ef seljandi hefur ekki tilkynnt honum um réttinn til að falla frá samningi í samræmi við g-lið 1.mgr.5gr.”

Galli

Ef vara er gölluð eða eitthvað vantar í vöruna er seljanda skylt að bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturkall kaupa. Tilkynning á galla verður að berast munnlega eða skriflega. Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé gölluð, þó innan eðlilegra tímamarka.

Ábyrgð seljanda er í samræmi við það sem kveðið er á um í lögum um neytendakaup. Ábyrgð á galla á vöru er 2 ár frá því að kaupandi fékk vöru afhenta. Ef hinsvegar er að ræða sölu á vöru til fyrirtækis er ábyrgð á galla 1 ár. Ef söluhlut er áætlaður lengri líftími en almennt gerist er frestur til að gera athugasemd 5 ár. Ábyrgð er ekki staðfest nema pöntunarstaðfestingu og kvittun fyrir kaupum sé framvísað. Ábyrgð nær ekki til eðlilegs slits eða notkunar á vöru. Ábyrgð fellur jafnframt niður ef rekja má bilun til rangrar meðferðar á vöru. Hægt er að senda póst á netverslun@willamia.is til að tilkynna galla á vöru.

Sitjandi ehf vill benda kaupanda á neðangreinda stofnum þar sem kaupandi getur leitað aðstoðar við hugsanleg mál sem kunna að koma upp.

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa
Borgartún 21, 105 Rvk.
www.kvth.is

Trúnaður

Kaupandi skuldbindur sig til að gefa réttar upplýsingar við kaupin, svo sem heimilisfang og netfang. Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Höfundarréttur
Allt efni á vefsvæði willamia.is er eign willamia.is eða eign birgja sem auglýsa og selja vörur sinar á vefsvæðinu. Willamia er skráð vörumerki og má ekki nota í tengslum við neina vöru eða þjónustu án skriflegs leyfis.

Lögsaga og varnarþing
Komi til málshöfðunar milli kaupanda og seljanda um túlkun á skilmála þessa, gildi þeirra og efndir skal reka það fyrir Héraðsdómi Reykjaness.

Upplýsingar um seljanda

Nafn: Sitjandi ehf
Heimilisfang: Byggakur 22, 210 Garðabær
Sími: 519-7400
Netfang: netverslun@willamia.is
Kennitala: 560414-2260
Vsk. númer. 117315
Félagið er skráð hjá fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra.