Nánar um okkur

Kveikjan að stofnun þessa fyrirtækis var að bjóða upp á nýjungar í húsgögnum og smávöru á markaðnum hér á Íslandi. Við leggjum mikið upp úr því að bjóða upp á hönnunarvörur í miklum gæðum.

Willamia er rekin af hjónum sem hafa á 15 ára tímabili búið í nokkrum löndum í Evrópu og kynnst þar mismunandi hönnun og menningu og sækja þau innblástur fyrir verslunina frá þeirri reynslu sinni.

Allar vörurnar eru framleiddar í Evrópu og er mikið lagt upp úr gæðum og endingu. Það eru því einungis hágæðavörur sem komast í gegnum nálarauga kröfuharða innkaupastjórans.

Öll húsgögn koma frá ítölskum framleiðendum og allar verksmiðjur þeirra eru einnig staðsettar á Ítalíu. Smærri húsbúnaður er frá vel völdum framleiðendum í Skandinavíu, Þýskalandi og Hollandi.

Frá því að verslunin opnaði í júlí árið 2014 hafa áherslurnar verið að þjónusta fyrirtæki og stofnanir en vegna mikillar eftirspurnar á nýungum á smásölumarkaði var ákvörðun tekin að opna sérverslun á Garðatorgi 4 í Garðabæ og bjóða þar upp á breiðara úrval af hágæðavörum fyrir heimilin.

Áhersla er lögð á að reksturinn verði ekki of stór svo að tryggt sé að persónuleg og góð þjónusta sé alltaf til staðar.